Fótbolti

Sven-Göran á bara ár eftir ó­lifað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sven-Göran Eriksson átti farsælan þjálfaraferil.
Sven-Göran Eriksson átti farsælan þjálfaraferil. getty/Matteo Ciambelli

Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað.

Eriksson greindi frá veikindum sínum í viðtali við P1 í Svíþjóð. 

„Þetta er krabbamein í brisi. Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki,“ sagði Eriksson.

Hann byrjaði að glíma við heilsubrest í byrjun árs 2023 og dró sig þá í hlé frá störfum sínum fyrir Karlstad þar sem hann var íþróttastjóri.

Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000 og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×