„Við megum ekki sitja eftir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 13:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði 102 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 109 leiki fyrir öll landslið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Verkefnið heyrir undir knattspyrnusvið KSÍ og er ætlað að efla afreksstarf sambandsins enn frekar. Þetta verkefni er fjármagnað að fullu af FIFA í gegnum FIFA TDS (Talent Development Scheme), sem var stofnað til að styðja við og stuðla að samkeppnishæfni knattspyrnusambanda og landsliða víðs vegar um heiminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá verkefninu á heimsíðu sinni. Gunnhildur Yrsa styrktar- og þolþjálfari landsliða Þrír starfsmenn mun vinna við þetta verkefni en það eru þau Grímur Gunnarsson, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Tom Goodall. Grímur Gunnarsson, sem hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin tvö ár og unnið náið með kvennalandsliði Íslands og yngri landsliðunum, mun leiða sviðið ásamt því að halda áfram sem sálfræðingur landsliða. Hann mun sinna verkefnum tengdum andlegri heilsu og sálfræðilegri færni ásamt því að koma á auknu samstarfi við háskólasamfélagið og félögin á þeim sviðum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem leikið hefur 102 leiki fyrir A-landslið kvenna, mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna ásamt því að vera styrktar- og þolþjálfari A-landsliðs kvenna. Tom Goodall, sem starfað hefur við leikgreiningu hjá A-landsliðum karla og kvenna síðustu ár og hefur mikla reynslu á því sviði, mun stýra vinnu tengdri leikgreiningu hjá landsliðum Íslands. Verðum að fjárfesta í afreksstarfinu „Við megum ekki sitja eftir og verðum að fjárfesta í afreksstarfinu, í bættum árangri, afreksverkefnum með tengslum við tækni, rannsóknir og vísindalega vinnu, eins og svo mörg knattspyrnusambönd í Evrópu eru að gera,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, í frétt á heimasíðu sambandsins. „Við höfum lagt grunn að þessu verkefni undanfarin ár með aukningu í fræðslu og stuðningi við leikmenn landsliðanna, leikgreiningu og umgjörð í kringum landsliðin okkar, erum að hagnýta það sem má kalla knattspyrnuvísindi – þekkingu sem verður til í gegnum gagnasöfnun og greiningar,“ sagði Jörundur Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum „Með þessu skrefi tökum við í raun stökk í að gera gott betra ásamt því að deila meira því sem við erum að gera með félögunum í landinu, enda koma leikmenn landsliðanna frá félögunum og við viljum gerum allt sem við getum til að styðja við þau. Betri leikmenn frá félögunum skila sér í betri landsliðum, og betri landslið skila betri árangri til félaganna,“ sagði Jörundur.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira