Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni á S-Sjálandi og Lálandi Falster að maðurinn sé grunaður um að hafa nauðgað Emilie. Morðið á Emilie vakti mikla athygli á sínum tíma en hún fannst látin í stöðuvatni í vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016. Þá hafði hennar verið saknað í fimm mánuði.
Lögreglu varð lítið sem ekkert framgengt í málinu þar til í fyrra vor. Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður var þá handtekinn í tengslum við hvarf Filippu, þrettán ára stúlku í Kirkerup í mars. Stúlkan hafði verið að bera út blöð þegar maðurinn nam hana á brott og reyndi að drepa og nauðgaði henni. Lögregla fann hana á lífi á heimili mannsins.
Mál Emilie vakti mikla athygli bæði í Danmörku og víðar og tók lögregla fljótlega að kanna hvort maðurinn kynni að tengjast morðinu á Meng.
Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa 8. nóvember 2022 hótað fimmtán ára gamalli stúlku með hníf í bænum Sorø, beitt hana ofbeldi, slegið í magann og reynt að nauðga henni. Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu að maðurinn verði leiddur fyrir dómara í maí og það verði dómstóla að komast að hvort maðurinn sé sekur. Maðurinn hefur lýst yfir sakleysi í máli meng og fyrir líkamsárásina í Sorø.
Maðurinn játaði sök að hluta í ákæru vegna brottnáms hinnar þrettán ára gömlu stúlku. Hann neitaði þó fyrir dómi að hafa svipt hana frelsi og nauðgað henni.