Innlent

Sprengi­sandur: Staða Svan­dísar, orkumálin og sendiherrabústaður

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Ólafur Þ. Harðarson ætlar að fjalla um forsetaembættið og framtíð þess sem enn og aftur er til umræðu.

Þau Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG ætla að rökræða niðurstöðu umboðsmanns Alþingis vegna frestunar hvalveiða síðastliðið sumar. Eitt eldfimasta mál síðasta árs sem nú vaknar til lífs á ný.

Þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ætla að ræða orkuöflun í allri þeirri umræðu sem nú geysar um orkuskort, forgangsorku, skerðingar og orkuskipti.

Í lok þáttar mætir Halla Helgadóttir, íbúi í Vesturbænum en þar er hópur fólks hressilega ósáttur við áform Bandaríkjamanna um að reisa vígirðingar við tilvonandi heimili sendiherra þess ríkis hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×