Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 19:08 Fjöldi þeirra sem áttu von á tekjum í tengslum við hvalveiðar í sumar eru í Verkalýðsfélagi Akraness, þar sem Vilhjálmur Birgisson er forseti. Vísir/Einar Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því í gær að hún hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að frestun hennar á hvalveiðum í sumar, með eins dags fyrirvara, hafi skort lagastoð og að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Forsætisráðherra segir mikilvægt að niðurstaða Umboðsmanns verði tekin alvarlega og unnið verði úr henni. „Ég tel ekki að þetta álit gefi neitt tilefni til afsagnar ráðherra, þó að einhverjir hafi látið hafa það eftir sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal þeirra er Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata. Í kvöldfréttum í gær sagði hann flokk sinn telja eðlilegast að Svandís segði af sér embætti. Málið hefur verið sett í samhengi við álit Umboðsmanns um hæfisskort Bjarna Benediktssonar í sölunni á Íslandsbanka, sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. Bjarni hafði í kjölfarið stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykjförð Gylfadóttir og fór í utanríkisráðuneytið. Er þetta ekki sambærilegt? „Umboðsmaður kemur auðvitað með mörg álit, og ráðherrar bregðast við þeim með sínum hætti. Bjarni tók sína ákvörðun og það var ákvörðun sem ég skildi og virti. En það var bara hans ákvörðun að taka til að bregðast við því áliti.“ Katrín segir málið ekki tilefni til stjórnarslita.Vísir/Ívar Óánægja Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lá fyrir Forsætisráðherra hafi rætt við formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir að álitið kom fram. Óánægja með ákvörðun Svandísar í sumar innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi legið fyrir. „Auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið. En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlar sér að takast á við,“ segir Katrín. Mörg stærri mál blasi við ríkisstjórninni, þó taka beri álitið alvarlega. „Ég tel þetta ekki vera mál sem gefur tilefni til stjórnarslita. Eða afsagnar ráðherra? „Nei.“ Reyna að vinna í samráði við Hval Verkalýðsleiðtoginn á Akranesi segir niðurstöðu Umboðsmanns í engu koma á óvart. Hvalur hf. hefur boðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ákvörðunarinnar, vegna tjóns sem félagið og starfsmenn þess kunni að hafa orðið fyrir. Þar eru margir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness undir. „Þetta er flókið viðfangsefni og ég mun hafa samband við fyrirtækið. Vonandi getum við gert þetta í sameiningu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur telur augljóst hvernig Svandís eigi að axla ábyrgð, vísar til afsagnar Bjarna Benediktssonar og segir hana fordæmisgefandi. „Ég tel að viðkomandi ráðherra eigi þá að fara úr viðkomandi ráðuneyti.“ Vihjálmur lét mikið til sín taka í umræðu um ákvörðun Svandísar í sumar, og blés meðal annars til opins fundar á Akranesi vegna málsins. Þar var húsfyllir þegar þingmenn norðvesturkjördæmis mættu til að ræða ákvörðunina, ásamt Svandísi sjálfri. Upptöku frá fundinum má sjá hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Tengdar fréttir Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því í gær að hún hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að frestun hennar á hvalveiðum í sumar, með eins dags fyrirvara, hafi skort lagastoð og að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Forsætisráðherra segir mikilvægt að niðurstaða Umboðsmanns verði tekin alvarlega og unnið verði úr henni. „Ég tel ekki að þetta álit gefi neitt tilefni til afsagnar ráðherra, þó að einhverjir hafi látið hafa það eftir sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal þeirra er Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata. Í kvöldfréttum í gær sagði hann flokk sinn telja eðlilegast að Svandís segði af sér embætti. Málið hefur verið sett í samhengi við álit Umboðsmanns um hæfisskort Bjarna Benediktssonar í sölunni á Íslandsbanka, sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. Bjarni hafði í kjölfarið stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykjförð Gylfadóttir og fór í utanríkisráðuneytið. Er þetta ekki sambærilegt? „Umboðsmaður kemur auðvitað með mörg álit, og ráðherrar bregðast við þeim með sínum hætti. Bjarni tók sína ákvörðun og það var ákvörðun sem ég skildi og virti. En það var bara hans ákvörðun að taka til að bregðast við því áliti.“ Katrín segir málið ekki tilefni til stjórnarslita.Vísir/Ívar Óánægja Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lá fyrir Forsætisráðherra hafi rætt við formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir að álitið kom fram. Óánægja með ákvörðun Svandísar í sumar innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi legið fyrir. „Auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið. En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlar sér að takast á við,“ segir Katrín. Mörg stærri mál blasi við ríkisstjórninni, þó taka beri álitið alvarlega. „Ég tel þetta ekki vera mál sem gefur tilefni til stjórnarslita. Eða afsagnar ráðherra? „Nei.“ Reyna að vinna í samráði við Hval Verkalýðsleiðtoginn á Akranesi segir niðurstöðu Umboðsmanns í engu koma á óvart. Hvalur hf. hefur boðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ákvörðunarinnar, vegna tjóns sem félagið og starfsmenn þess kunni að hafa orðið fyrir. Þar eru margir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness undir. „Þetta er flókið viðfangsefni og ég mun hafa samband við fyrirtækið. Vonandi getum við gert þetta í sameiningu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur telur augljóst hvernig Svandís eigi að axla ábyrgð, vísar til afsagnar Bjarna Benediktssonar og segir hana fordæmisgefandi. „Ég tel að viðkomandi ráðherra eigi þá að fara úr viðkomandi ráðuneyti.“ Vihjálmur lét mikið til sín taka í umræðu um ákvörðun Svandísar í sumar, og blés meðal annars til opins fundar á Akranesi vegna málsins. Þar var húsfyllir þegar þingmenn norðvesturkjördæmis mættu til að ræða ákvörðunina, ásamt Svandísi sjálfri. Upptöku frá fundinum má sjá hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Tengdar fréttir Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20