Innlent

Fjór­tán prósent lands­manna höfðu ekki efni á jólunum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jólaverslun í Kringlunni.
Jólaverslun í Kringlunni. Vísir/Vilhelm

Fjórtán prósent landsmanna höfðu ekki efni á jólahaldinu og er það fimm prósentustigum fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup.

Það er helst fólk undir fertugu sem átti ekki fyrir jólahaldinu og þá sérstaklega fólk milli þrítugs og fertugs. Einnig er fólk án háskólaprófs líklega til að eiga ekki fyrir jólunum en fólk með slíkt.

Fólk sem kysi Sósíalistaflokk Íslands ef kosið yrði til Alþingis í dag er ólíklegast til að eiga fyrir jólunum en þau sem kysu aðra flokka og þar á eftir fólk sem kysi Flokk fólksins.

Konur hlakka frekar til jólanna

Fólk sem segist helst kvíða jólunum helst í fimm prósentum en þeim sem segjast hlakka til þeirra fækkar um fimm prósentustig. Þeim sem segjast hvorki hlakka til jólanna né kvíða þeim fjölgar umtalsvert.

Samkvæmt Gallup eru konur líklegri til að hlakka til jólanna en karlar ásamt fólki með meiri menntun og hærri fjölskyldutekjur. Aðeins fimmtán prósent þeirra sem sögðust ekki eiga fyrir jólahaldinu sögðust hlakka til jólanna. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru einnig ólíklegri til að hlakka til jólanna en kjósendur annarra flokka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×