Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 17:37 Myndin er sú safni. Vísir/EinarÁrna Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“ Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“
Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira