Stjórnvöld ætli að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir langtímakjarasamningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2024 20:01 Þau Þórdís Kobrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra voru jákvæð eftir fund með verkalýðsforustunni í Ráðherrabústaðnum. Þeir Vilhjálmur Birgisson formaður formaður Starfsgreinasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson voru meðal þeirra sem ræddu við fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Vísir/Hjalti Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Verkalýðsforingjar voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01