Gos í Grímsvötnum líklega í vændum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2024 12:02 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir helst undrandi á því að Grímsvötn séu ekki búin að gjósa. Vísir/Arnar Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð. Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira