Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 13:30 Freyr Alexandersson á verðugt verkefni fyrir höndum í Belgíu. Getty/Jan Christensen Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson. Belgíski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson.
Belgíski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira