Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 09:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Deobra Redden, þrítugur karlmaður frá Las Vegas í Bandaríkjunum, stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans vegna líkamsárásar í gær. Hann virðist hafa verið ósáttur með ákvörðun dómarans um að fallast ekki á beiðni hans um skilorðsbundinn dóm. Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira