Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 16:02 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á góðri stundu með dóttur sinni og eiginkonu. Þeim stundum mun væntanlega fjölga þegar hann lætur af embætti. Vísir/Hanna Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10