Nálægt því að fá Kristian sem sé „skrýtið“ núna Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 16:30 Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur. Hann hefur stimplað sig rækilega inn í aðalliðið eftir að hafa verið leikmaður varaliðsins síðustu ár. Getty/Jeroen van den Berg Ekki mátti miklu muna að Kristian Nökkvi Hlynsson, einn nýjasti A-landsliðsmaður Íslands í fótbolta, færi frá Ajax til De Graafschap í sumar. Í staðinn er hann kominn í stórt hlutverk hjá hollensku risunum. Frá þessu greinir Peter Bijvelds, yfirmaður íþróttamála hjá De Graafschap, í hlaðvarpsþættinum De Stem van De Viljverberg. Liðið er í toppbaráttu næstefstu deildar Hollands. „Við enduðum á að fá Simon Colyn [frá PSV] sem nýja „tíu“ [fremsta miðjumann] en ég reyndi samt mikið að fá Hlynsson frá Ajax. Það gekk á endanum ekki upp. Ajax leyfði það ekki en þeir íhuguðu það í nokkurn tíma,“ sagði Bijvelds. Eftir arfaslakt gengi Ajax í upphafi leiktíðar fór Kristian að fá tækifæri í liðinu og stimplaði sig rækilega inn, en hann hefur nú spilað tólf deildarleiki og skorað fjögur mörk, enn 19 ára gamall. Ajax hefur rokið upp töfluna og er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar eftir átta leiki í röð án taps, eftir að hafa verið í fallbaráttu. „Það frábæra við fótboltann er hvað hlutirnir geta gerst hratt. Núna er hann byrjunarliðsmaður hjá aðalliðinu. Núna er eiginlega skrýtið að ég sé að segja þetta [að Ajax hefði íhugað að láta Kristian fara] en það var fyrir hálfri leiktíð síðan,“ sagði Bijvelds sem tók ekki fram hvort að um möguleg kaup eða lán hefði verið að ræða. Hollenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Frá þessu greinir Peter Bijvelds, yfirmaður íþróttamála hjá De Graafschap, í hlaðvarpsþættinum De Stem van De Viljverberg. Liðið er í toppbaráttu næstefstu deildar Hollands. „Við enduðum á að fá Simon Colyn [frá PSV] sem nýja „tíu“ [fremsta miðjumann] en ég reyndi samt mikið að fá Hlynsson frá Ajax. Það gekk á endanum ekki upp. Ajax leyfði það ekki en þeir íhuguðu það í nokkurn tíma,“ sagði Bijvelds. Eftir arfaslakt gengi Ajax í upphafi leiktíðar fór Kristian að fá tækifæri í liðinu og stimplaði sig rækilega inn, en hann hefur nú spilað tólf deildarleiki og skorað fjögur mörk, enn 19 ára gamall. Ajax hefur rokið upp töfluna og er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar eftir átta leiki í röð án taps, eftir að hafa verið í fallbaráttu. „Það frábæra við fótboltann er hvað hlutirnir geta gerst hratt. Núna er hann byrjunarliðsmaður hjá aðalliðinu. Núna er eiginlega skrýtið að ég sé að segja þetta [að Ajax hefði íhugað að láta Kristian fara] en það var fyrir hálfri leiktíð síðan,“ sagði Bijvelds sem tók ekki fram hvort að um möguleg kaup eða lán hefði verið að ræða.
Hollenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti