Innlent

Af­lýsa hættu­stigi og af­létta rýmingu á Seyðis­firði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Frá Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir

Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflýst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að Veðurstofa Íslands hafi tekið ákvörðun um að aflýsa hættustiginu, sem komið var á í gær. 

Aflýsingin tekur gildi nú klukkan 19. Á sama tíma er rýmingum í bænum aflétt og lokunum Hafnargötu sömuleiðis. 

Óvissustig enn í gildi

Óvissustig er enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Austurlandi. Á vef ofanflóðavaktar Veðurstofunnar segir að tilkynnt hafi verið um vot flekaflóð og spýjur í grennd við Eskifjörð, Norðfjörð, í Oddsskarði og Fagradal. 

„Flóðin eru flest lítil eða meðal stór og fara ekki langt en með há brotstál. Í Fagradal hafa fallið stærri flóð en ekkert þessara flóða hafa ógnað byggð. Talið er að flóðin hafi flest fallið í veðrinu 1.jan,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að óvissustig verði í gildi á Austfjörðum til morguns. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×