Kapphlaup við tímann og náttúruna Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2024 19:18 Bjarki Laxdal er einn þeirra verkstjóra sem vinna að því að reisa varnargarða norðan við Grindavík. Vísir/Sigurjón Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira