Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 10:11 Jólahátíðin getur verið erfiður tími fyrir sumar fjölskyldur. vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins. Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins.
Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00