Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir leik:
„Hann hefur hvorki orku til að byrja leikinn né koma inn af bekknum. Við þurfum bara að finna svör við því.“
Højlund skoraði sinn fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa á annan í jólum en þetta var 15. leikur hans í deildinni. Framherjar United hafa ekki beinlínis verið iðnir við kolann í markaskorun þetta tímabilið en Marcus Rashford mun leiða sókn United í dag í fjarveru Højlund.
Rashford er sjálfur kominn með heil tvö mörk í deildinni í vetur í 18 leikjum en fær tækifæri til að bæta þá tölfræði á eftir.
Viðureign Manchester United og Notthingham Forest hófst kl. 17:30 og er í beinni textalýsingu hér á Vísi.