Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Jón Þór Stefánsson skrifar 29. desember 2023 15:24 Mynd frá eldgosinu sem hófst átjánda desember og lauk nokkrum dögum síðar. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Ástæða breytinganna eru auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Þær breytingar hafa þó ekki áhrif á heildarmat á hættustigi svæðisins. Nýtt hættumatskort mun gilda til fimmta janúar að öllu óbreyttu. Í uppfærslu frá Veðurstofunni segir að líkurnar á öðru kvikuhlaupi, og jafnvel eldgosi, aukist með hverjum deginum. Líklegasti staður nýs goss væri aftur á Sundhnúksgígaröðinni, á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Tekið er fram að kvikuhlaup endi ekki alltaf með eldgosi. Fullyrðing Veðurstofunnar, um að líkurnar á gosi aukist með hverjum deginum, var líka að finna í tveimur síðustu uppfærslum hennar. Síðasta uppfærslan á undan þeirri sem barst í dag kom fyrir tveimur dögum, og þar á undan fyrir viku síðan, daginn eftir að síðasta gosi lauk. Í nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar segir að land hefur haldið áfram að rísa í talsverðum mæli og hefur nú náð sambærilegri hæð og mældist rétt fyrir eldgosið 18. desember. „Hraði landrissins síðan 18. desember hefur haldist nokkuð stöðugur sem er frábrugðið stöðunni fyrir síðasta gos, en þá hægðist á landrisi vikurnar fyrir gosið. Erfitt er þó að fullyrða um að landris hægi á sér í aðdraganda næsta goss, en það hefur þó verið tilfellið í gosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu ár og var einnig notað til viðmiðunar í Kröflueldum. Óvissa er hins vegar um hversu mikill kvikuþrýstingur þarf að byggjast upp áður en kvika fer að leita upp á yfirborðið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur þó fram að Landrisinu nú fylgi ekki eins mikil skjálftavirkni og áður. Hins vegar segir að með áframhaldandi landrisi sé líklegt að skjálftavirkni aukist aftur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ástæða breytinganna eru auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Þær breytingar hafa þó ekki áhrif á heildarmat á hættustigi svæðisins. Nýtt hættumatskort mun gilda til fimmta janúar að öllu óbreyttu. Í uppfærslu frá Veðurstofunni segir að líkurnar á öðru kvikuhlaupi, og jafnvel eldgosi, aukist með hverjum deginum. Líklegasti staður nýs goss væri aftur á Sundhnúksgígaröðinni, á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Tekið er fram að kvikuhlaup endi ekki alltaf með eldgosi. Fullyrðing Veðurstofunnar, um að líkurnar á gosi aukist með hverjum deginum, var líka að finna í tveimur síðustu uppfærslum hennar. Síðasta uppfærslan á undan þeirri sem barst í dag kom fyrir tveimur dögum, og þar á undan fyrir viku síðan, daginn eftir að síðasta gosi lauk. Í nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar segir að land hefur haldið áfram að rísa í talsverðum mæli og hefur nú náð sambærilegri hæð og mældist rétt fyrir eldgosið 18. desember. „Hraði landrissins síðan 18. desember hefur haldist nokkuð stöðugur sem er frábrugðið stöðunni fyrir síðasta gos, en þá hægðist á landrisi vikurnar fyrir gosið. Erfitt er þó að fullyrða um að landris hægi á sér í aðdraganda næsta goss, en það hefur þó verið tilfellið í gosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu ár og var einnig notað til viðmiðunar í Kröflueldum. Óvissa er hins vegar um hversu mikill kvikuþrýstingur þarf að byggjast upp áður en kvika fer að leita upp á yfirborðið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur þó fram að Landrisinu nú fylgi ekki eins mikil skjálftavirkni og áður. Hins vegar segir að með áframhaldandi landrisi sé líklegt að skjálftavirkni aukist aftur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira