Gríðarlega stór varnargarður til að gera Grindavík að öruggum kosti Jón Þór Stefánsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. desember 2023 11:45 „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi,“ segir Guðrún um fyrirhugaðan varnargarð. Vísir/Ívar Eitt mál var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, en það var bygging varnargarðs í kringum Grindavík til að verja innviði bæjarins. Hún segir algjöra samstöðu um málið í ríkisstjórninni. „Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
„Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira