Gríðarlega stór varnargarður til að gera Grindavík að öruggum kosti Jón Þór Stefánsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. desember 2023 11:45 „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi,“ segir Guðrún um fyrirhugaðan varnargarð. Vísir/Ívar Eitt mál var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, en það var bygging varnargarðs í kringum Grindavík til að verja innviði bæjarins. Hún segir algjöra samstöðu um málið í ríkisstjórninni. „Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
„Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira