Bayern bendir á sturlaða staðreynd um Glódísi: „Svo sterk“ Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 15:31 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty/Catherine Steenkeste Glódís Perla Viggósdóttir er ekki bara komin í hóp bestu varnarmanna heims heldur virðist hún einhver áreiðanlegasta knattspyrnukona sem fyrirfinnst. Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34
Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00