Innlent

Smáaurar í öllu sam­hengi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.
Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar

Kostnaður við uppbyggingu varnargarða norðan við Grindavíkurbæ er smáaurar miðað við þau verðmæti sem garðarnir verja að sögn bæjarstjóra Grindavíkur. Það sé mikilvægt fyrir þjóðarbúið að ráðist verði í uppbyggingu garðanna sem fyrst.

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að skora á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Í áskoruninni sem birt var á vef bæjarins segir að í ljósi síðustu atburða sé mikilvægt að framkvæmdin hefjist sem fyrst til að tryggja öryggi Grindvíkinga til framtíðar.

Gríðarleg verðmæti fyrir þjóðarbúið

Fannar Jónasson, bæjarstjóri segir varnargarðana einnig mikilvæga fyrir þjóðarbúið í heild sinni.

„Vegna þess að Grindavík er ein öflugasta verstöð landsins og er að skila svona 20 til 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða sem eru allt að tíu prósent af útflutningsverðmætum þjóðarinnar í fiskafurðum. Þannig við erum að skila mjög miklu og það eru engar afurðarstöðvar eða neyslufyrirtæki sem geta tekið við því magni sem kemur á land í Grindavík til að vinna annars staðar þannig það er lífsnauðsynlegt ekki bara fyrir Grindavík heldur þjóðina og þjóðarbúið að fara í þessa framkvæmd.

Auk þess líti út fyrir að brunabótaverðmæti eigna í Grindavík verði um 150 milljarðar um áramótin og eru þá ótalinu þau verðmæti sem felast í tækjum, búnaði og öðrum atvinnurekstri auk innbús fólks.

„Þannig þó það kosti milljarða að koma þessum garði fyrir þá eru það smáaurar í öllu samhenginu að okkar mati.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×