Þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu skyrtu, rakspíra og miða á Coldplay tónleika hafa staðið upp úr í jólagjafaflóðinu.
„Ég fékk hnífasett,“ sagði Birnir Logi Arnarsson sem staddur var í Kringlunni í dag til að skipta jólagjöfum.
Vinur hans Ásgeir Elí Diðriksson sagði gjafainnkaupin kostnaðarsöm í ár vegna verðbólgunnar. „Svona er Ísland í dag,“ bætti hann við.
Aðspurður hvaða gjöf hafi ekki alveg hitt í mark í ár sagði Birnir tiltekna bók tróna þar á toppnum.
„Mamma mín fór á bókasafn og tók fría bók, einhver eldgömul bók sem var skilin eftir þarna, pakkaði henni inn og gaf mér. Rosalega flott.“
Viðtöl við gesti Kringlunnar má sjá í spilaranum hér að ofan.