Erlent

Jacques Delors er látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Delors á ráðstefnu árið 2013.
Delors á ráðstefnu árið 2013. EPA

Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall. 

Delors gegndi embættinu árin 1985 til 1995, lengur en nokkur annar. Hann var einn af hönnuðum evrusvæðisins, sem jók fæði fólks og þjónustu auk vöruflutninga milli aðildarríkja ESB til muna. Þá leit Schengen samstarfið dagsins ljós í valdatíð hans. 

Að auki gegndi hann embætti fjármálaráðherra Frakklands fyrir hönd Sósíalistaflokksins um skeið áður en hann leiddist út í Evrópustjórnmálin. 

Martine Aubry, dóttir Delors, greindi frá andláti föður síns og sagði hann hafa látist á heimili sínu í París í morgun. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti minntist Delors í færslu á X í dag. 

„Leiðtogi franskra örlaga. Óþrjótandi byggingarmaður okkar Evrópu. Baráttumaður fyrir mannlegu réttlæti. Jacques Delors var allt þetta. Skuldbinding hans, hugsjónir hans og réttlætiskennd munu ávallt veita okkur innblástur. Ég tek að ofan fyrir vinnu hans og minningu og votta ástvinum hans mína samúð.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×