Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna bíla sem sátu fastir á heiðinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitir þurftu að koma nokkrum sem sátu fastir á Mosfellsheiði til aðstoðar.
Björgunarsveitir þurftu að koma nokkrum sem sátu fastir á Mosfellsheiði til aðstoðar. Landsbjörg

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa haft í nógu að snúast vegna þungrar færðar allt í kring um borgina. Nokkrar þeirra voru kallaðar út síðdegis vegna þæfingsfærðar á Mosfellsheiði. 

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að lítil rúta og fólksbíll sætu föst á heiðinni. Því kæmust snjóruðningstæki vegagerðarinnar ekki áfram vegna þeirra. 

Þegar björgunarsveitir mættu hins vegar á staðinn virtist sem upphaflegt verkefni hafi leyst af sjálfu sér því engin rúta fannst í vandræðum. 

Sveitirnar nýttu þó ferðina til að aðstoða bíl í vandræðum við Grafningsafleggjara og fleiri sem voru í vandræðum í Kjós.

Klippa: Þæfingur á Mosfellsheiði


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×