Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2023 11:37 Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina sem stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að halda veginum yfir heiðina opnum eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi. Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Sjá meira
Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi.
Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“