Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 11:05 Jóhannes í Múlakaffi hefur staðið skötuvaktina í yfir þrjátíu ár. Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent