Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 11:05 Jóhannes í Múlakaffi hefur staðið skötuvaktina í yfir þrjátíu ár. Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira
Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira