Innlent

Grind­víkingar gisti ekki meðan hraunið flæði

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Ég held að það sé ómögulegt að giska eitthvað um endalok á þessu gosi,“ segir Víðir.
„Ég held að það sé ómögulegt að giska eitthvað um endalok á þessu gosi,“ segir Víðir. Vísir/Arnar/Vilhelm

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun.

Hann segir koma til greina að reisa leiðigarða eða varnargarða til að beina hrauninu í norðurátt. „Þá getur það runnið inn á svæði sem tekur ansi lengi við.“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagðist í morgun telja að eldgosið í Sundhnúksgígum sé komið á lokastig og að það gæti þess vegna klárast um helgina.

Aðspurður út í þann möguleika, og hvort Grindvíkingar gætu í þeirri stöðu snúið heim segir Víðir: „Við erum að meta það á hverjum einasta degi. Hún er svona í dag og gæti verið allt öðruvísi á morgun. Við verðum að sjá til.“

„Ég held að það sé ómögulegt að giska eitthvað um endalok á þessu gosi,“ segir Víðir sem telur að á meðan gýs þá sé ekki óhætt að gista í Grindavík.

„Á meðan það er virkni á þessum kvikugangi þá verði ekki óhætt að sofa þar. Það sýndi sig í atburðarrás þessa gos hvað þetta getur verið skammur tími. Frá því að Veðurstofa taldi að gos væri að byrja og lét okkur vita og þangað til það var hafið liðu 24 mínútur. Það hefði síðan tekið okkar nokkrar mínútur að koma rýmingu í gang og þá hefði gos verið byrjað.“


Tengdar fréttir

Sýnist gosið vera komið á lokastig

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×