Ballarbrotum fjölgar um jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 11:01 Svo virðist sem Þjóðverjar eigi til að missa sig í jólagleðinni. Getty Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum. Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira