Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 08:05 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann að gosstöðvunum í gærkvöldi. Ernir Snær Björnsson Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. „Það má segja að nóttin hafi verið tíðindalítil hérna alla vega í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíðinni. Það er samt þannig ða þau sem voru á vettvangi þurftu að hafa aðeins meira fyrir því sem var að gerast í nótt. Það voru nokkrir sem vildu gjarnan sjá þetta eldgos, sem við skiljum vel, en þá var meira að gera hjá þeim en okkur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. „Það voru nokkrir sem vildu berja þetta augum en tilmælin eru þau að halda sig frá þessu, þó það sé ekki nema vegna þess að viðbragðsaðilar eru ekki á staðnum. Þó lögreglan á Suðurnesjum sé með lokunarpósta finnur fólk sér leið eins og vatnið.“ Aðstæður til göngu í myrkri ekki góðar Helstu áhyggjur viðbragðsaðila beinist að því að fólk fari af stað í langa göngu, gegn um hraunið í lélegu skyggni og köldu veðri. „Það getur farið illa og það var til dæmis einn sem þurfti að fá aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma sér heim.“ Það sé ekkert grín að vera þarna úti. „Ég held að þrátt fyrir að þú heyrir almannavarnir, lögregluna og viðbragðsaðila alla segja það þá hugsi fólk: Ég get þetta. En það er kannski ekki alltaf þannig og ég held að þessi sem var sóttur sé sáttur að vera kominn heim heill og höldnu. Aðstæðurnar eru ekki góðar til að vera á gangi í þessu myrkri,“ segir Hjördís. Nýtt hættumat var gefið út af Veðurstofunni í gærkvöldi. Hjördís segir það brýna fyrir fólki að aðstæðurnar séu hættulegar og fara þurfi varlega. „Þrátt fyrir að minni kraftur hafi verið í eldgosinu þýðir það ekki að ekki geti opnast nýjar sprungur eða að ýmsir hlutir sem náttúran tekur upp á geti hafist. Hættumatið sýndi okkur það að við þurfum áfram að vera á tánum.“ Öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga Hjördís segir skipulag viðbragðsaðila vera svipað í dag og í gær. Mest mæði á þeim sem eru í vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Boðað hefur verið til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. „Það er ekki síst verið að halda þann fund til að upplýsa Grindvíkinga, sem þurfa að fá svör og halda þeim upplýstum um stöðu málan. Það er eitt að vera með eldgos í bakgarðinum en svo eru það allir hinir óvissuþættirnir sem Grindvíkingar þurfa svör við,“ segir Hjördís. „Það eru að koma jól og við viljum öll bara hafa það notalegt um jólin. Þetta verða öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga.“ Og alveg ljóst að fólk sé ekki á leið aftur heim? „Ég held að það sé, þó ég ætli ekki að fara að fullyrða um það, á meðan eldgos er í bakgarðinum og hættumat Veðurstofunnar eins og það er núna þá erum við að halda okkur á sömu línu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Það má segja að nóttin hafi verið tíðindalítil hérna alla vega í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíðinni. Það er samt þannig ða þau sem voru á vettvangi þurftu að hafa aðeins meira fyrir því sem var að gerast í nótt. Það voru nokkrir sem vildu gjarnan sjá þetta eldgos, sem við skiljum vel, en þá var meira að gera hjá þeim en okkur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. „Það voru nokkrir sem vildu berja þetta augum en tilmælin eru þau að halda sig frá þessu, þó það sé ekki nema vegna þess að viðbragðsaðilar eru ekki á staðnum. Þó lögreglan á Suðurnesjum sé með lokunarpósta finnur fólk sér leið eins og vatnið.“ Aðstæður til göngu í myrkri ekki góðar Helstu áhyggjur viðbragðsaðila beinist að því að fólk fari af stað í langa göngu, gegn um hraunið í lélegu skyggni og köldu veðri. „Það getur farið illa og það var til dæmis einn sem þurfti að fá aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma sér heim.“ Það sé ekkert grín að vera þarna úti. „Ég held að þrátt fyrir að þú heyrir almannavarnir, lögregluna og viðbragðsaðila alla segja það þá hugsi fólk: Ég get þetta. En það er kannski ekki alltaf þannig og ég held að þessi sem var sóttur sé sáttur að vera kominn heim heill og höldnu. Aðstæðurnar eru ekki góðar til að vera á gangi í þessu myrkri,“ segir Hjördís. Nýtt hættumat var gefið út af Veðurstofunni í gærkvöldi. Hjördís segir það brýna fyrir fólki að aðstæðurnar séu hættulegar og fara þurfi varlega. „Þrátt fyrir að minni kraftur hafi verið í eldgosinu þýðir það ekki að ekki geti opnast nýjar sprungur eða að ýmsir hlutir sem náttúran tekur upp á geti hafist. Hættumatið sýndi okkur það að við þurfum áfram að vera á tánum.“ Öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga Hjördís segir skipulag viðbragðsaðila vera svipað í dag og í gær. Mest mæði á þeim sem eru í vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Boðað hefur verið til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. „Það er ekki síst verið að halda þann fund til að upplýsa Grindvíkinga, sem þurfa að fá svör og halda þeim upplýstum um stöðu málan. Það er eitt að vera með eldgos í bakgarðinum en svo eru það allir hinir óvissuþættirnir sem Grindvíkingar þurfa svör við,“ segir Hjördís. „Það eru að koma jól og við viljum öll bara hafa það notalegt um jólin. Þetta verða öðruvísi jól fyrir Grindvíkinga.“ Og alveg ljóst að fólk sé ekki á leið aftur heim? „Ég held að það sé, þó ég ætli ekki að fara að fullyrða um það, á meðan eldgos er í bakgarðinum og hættumat Veðurstofunnar eins og það er núna þá erum við að halda okkur á sömu línu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55
Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52
Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37