Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 22:52 Marín Ásta Hjartardóttir hafði mestar áhyggjur af gasmengun. Annar hélt að Suðurnesin væru hreinlega að klofna í sundur. Vísir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist." Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira