Markús í leyfi vegna meints eineltis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 17:50 Markús Ingi ásamt lögmanni sínum, Flóka Ásgeirssyni við aðalmeðferð máls sem hann höfðaði geng heilbrigðisráðherra og íslenska ríkinu. Vísir/Vilhelm Markús Ingólfur Eiríksson, fráfarandi forstjóri HSS hefur verið sendur í leyfi vegna ætlaðs eineltis. Til stóð að hann myndi starfa út skipunartíma sinn sem rennur út í febrúar. Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Mikið hefið gengið á í stjórnartíð Markúsar sem nú er brátt á enda. Í byrjun mánaðar fór fram aðalmeðferð í máli sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Hann sakaði ráðherra um að fjársvelta HSS auk þess sem hann sagðist hafa orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Í aðalmeðferðinni var Markús sjálfur borinn þungum sökum og meðal annars sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Þá var vitnum tíðrætt um erfið starfsmannamál í stjórnartíð hans og að hans nánustu samstarfsmenn bæru honum ekki vel söguna. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að á dögunum hefði Markús látið af störfum þrátt fyrir að skipunartími hans væri ekki liðinn. Í morgun var send fyrirspurn til Heilbrigðisráðuneytisins og spurts fyrir um ástæður þess. Rannsókn á meintu einelti stendur yfir Nú síðdegis birtist frétt á Stjórnarráðinu varðandi það að að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði skipað Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem forstjóra HSS til næstu fimm ára. Skömmu síðar barst fréttastofu svar við fyrirspurninni þar sem greint var frá því að ástæða þess að Markús hefði látið af störfum væru sú að hann hefði verið sendur í tímabundið leyfi vegna ætlaðs eineltis af hans hálfu. Rannsókn málsins stendur yfir. Þá var greint frá því að Alma María Rögnvaldsdóttir hefði verið settur forstjóri þar til Guðlaug Rakel tekur við þann 1. mars næstkomandi.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17