Innlent

Hraunið renni tí­falt hraðar en krafturinn gæti varað skammt

Jón Þór Stefánsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
Sprungan er fjögurra kílómetra löng.
Sprungan er fjögurra kílómetra löng. Vísir/Vilhelm

Magnús Tumi Guðmunds­son, jarðeðlis­fræðing­ur, segir eldgosið sem hófst í kvöld miklu stærra enn fyrri gos. Um sé að ræða fjögurra kílómetra gossprungu.

Staðsetningin sé þó ansi góð og hraunið renni í góða átt og virðist ekki ógna neinum innviðum eins og stendur.

Magnús segir í samtali við fréttastofu að hraunið í þessu gosi vera miklu meira þunnfljótandi heldur en fyrri gos og því sé rennsli tífalt meira en í fyrri gosum. Nú þegar hafi það runnið um kílómetra leið.

Þrátt fyrir það sé ekki mjög líklegt að eldgosið haldi áfram með þeim krafti sem sjáist núna. Yfirleitt standi mesti krafturinn yfir í skamma stund, en síðan geti það haldi lengi áfram eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×