Innlent

Enn ekki vitað um á­hrif gossins á HS Veitur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
HS veitur nærri Grindavík. 
HS veitur nærri Grindavík.  Vísir/Vilhelm

Forstjóri HS Veitna segir enn ekki vitað hvort flæði eldgossins komi til með að hafa áhrif á innviði þeirra. 

Páll Erland forstjóri HS Veitna segir í samtali við Vísi að í kvöld hafi neyðarstjórn HS veitna verið virkjuð og hún fundi enn. 

Upplýsingar frá Almannavörnum og Veðurstofunni berist jafn óðum en ekki sé hægt að segja til um hvort hraunflæðið muni hafa áhrif á innviði að svo stöddu. 

„Við verðum á vaktinni þangað til við höfum eitthvað fast land undi fótum og vitum hvað sé raunverulega í gangi þarna,“ segir Páll í samtali við Vísi. 


Tengdar fréttir

„Þetta er það sem maður óttaðist mest“

Fréttamaður Vísis var með Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í símanum þegar fréttir bárust að byrjað væri að gjósa. Rétt áður hafði hann lýst því yfir að gos væri að hefjast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×