Bláa lónið mannlaust þegar gosið hófst Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 23:52 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Bláa lónsins. Vísir/Arnar Engir gestir eða starfsmenn voru í Bláa lóninu þegar eldgos hófst, norðan Sundhnúks á Sundhnúkagígaröðinni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, í samtali við fréttastofu. „Eins og flestir þá erum við að reyna að átta okkur almennilega á staðsetningu þessa goss, en þetta virðist vera á þeim stað þar sem líklegast var talið að myndi gjósa. Við höldum áfram að fylgjast með. Við erum búin að senda upplýsingar á okkar gesti og starfsfólk okkar um að lónið verði lokað á morgun,“ segir Helga. Hún segir að staðan verði svo betur metin á morgun. Bláa lónið opnaði á ný í gær eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur vegna óvissunnar á Reykjanesskaga. Hótelin tvö við lónið og veitingastaðurinn Moss voru þó áfram lokuð.
Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, í samtali við fréttastofu. „Eins og flestir þá erum við að reyna að átta okkur almennilega á staðsetningu þessa goss, en þetta virðist vera á þeim stað þar sem líklegast var talið að myndi gjósa. Við höldum áfram að fylgjast með. Við erum búin að senda upplýsingar á okkar gesti og starfsfólk okkar um að lónið verði lokað á morgun,“ segir Helga. Hún segir að staðan verði svo betur metin á morgun. Bláa lónið opnaði á ný í gær eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur vegna óvissunnar á Reykjanesskaga. Hótelin tvö við lónið og veitingastaðurinn Moss voru þó áfram lokuð.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18. desember 2023 20:00 Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð. 17. desember 2023 14:12 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18. desember 2023 20:00
Aftur hægt að baða sig í Bláa lóninu Bláa lónið hefur verið opnað á ný eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Hótel fyrirtækisins eru þó enn lokuð. 17. desember 2023 14:12