Skjálftahrina hafin á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2023 21:58 Frá vinnu við varnargarða við Svartsengi. Vísir/Arnar Nokkuð þétt smáskjálftahrina hófst norðaustur af Grindavík upp úr 21:00 í kvöld. Nokkrar vikur eru síðan sambærileg hrina mældist. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir of snemmt að segja til um hvort hrinan líkist þeirri sem reið yfir þann 10. nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur. Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira