Glæsikerran fór beint á sölu Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 15:18 Hafdís vill annan bíl. Vísir Svartur Porsche Cayanne, sem Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, gaf kærustu sinni Hafdísi Björg Kristjánsdóttur í snemmbúna jólagjöf, er kominn á sölu. Kristján segir Hafdísi einfaldlega langa í annan bíl. Vísi hafa borist ábendingar um að forláta svartur Porsche Cayanne jeppi, sem nú er auglýstur til sölu á Facebook, sé ansi líkur þeim sem Kristján Einar gaf Hafdísi við mikla viðhöfn í Nauthólsvík á dögunum. Kristján Einar fékk félaga sinn til þess að taka myndskeið af því þegar hann svipti hulunni af gjöfinni og myndskeiðið hefur vakið gríðarlega athygli. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís, greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Var bara að grínast Þar sem gjöfin vakti gríðarlega athygli ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Kleina og spyrja hvort bíllinn væri sá sami og nú er auglýstur til sölu fyrir 6,29 milljónir króna á Facebook. Kleini baðst undan viðtali og bað um fyrirspurn í tölvupósti. Bíllinn hennar Hafdísar er falur fyrir 6,29 milljónir króna.Facebook/Braskari Jói Í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis segir Kleini rétt að bíllinn sé til sölu. „Ég spurði Hafdísi hvað hún vildi í jólagjöf og sendi hún mér mynd af þessum bíl svo ég keypti hann og kom henni á óvart. Hún var í miklu sjokki og þorði ekki að segja mér að þetta væri ekkert bíllinn sem hana langaði í enda sendi hún þetta í einhverju djóki,“ segir hann. Hann muni því rúnta um á bílnum þar til hann selst og hann finnur draumabíl Hafdísar. Huldumaður selur Mözduna líka Porsche-inn er auglýstur til sölu á Facebook af seljanda sem kallar sig Braskara Jóa. Kleini segist ekki vera huldumaðurinn Braskari Jói en að hann þekki þó til mannsins sem heldur úti aðganginum. Hann hafi af og til fengið að lauma inn auglýsingum á aðganginn. Meðal þess sem Braskari Jói reynir að braska með þessa dagana er Mazda CX 9, sem falur er fyrir aðeins 950 þúsund krónur. Kleini staðfesti grun blaðamanns um að það væri Mazdan sem þau Hafdís og Kleini minnast á í myndskeiðinu umtalaða. „Það er umtalaða Mazdan hennar sem ég fékk leyfi að losa okkur við enda passar hún ekki við flotann á heimilinu.“ Gjaldþrota síðan í mars Fram kom í dómi Landsréttar síðastliðinn föstudag að Hafdís hefði verið úrskurðuð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Með dómi Landsréttar var hún dæmd til að greiða tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna kaupa á líkamsræktarstöð. Fjölmargir lesendur Vísis vöktu athygli á því að það væri ekki skynsamlegt að gefa gjaldþrota einstaklingi margra milljóna króna bíl. Þau áform virðast nú úr sögunni, nema draumabíllinn sem Kleini leitar að kosti hann líka margar milljónir. Bílar Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20 „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30 Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Vísi hafa borist ábendingar um að forláta svartur Porsche Cayanne jeppi, sem nú er auglýstur til sölu á Facebook, sé ansi líkur þeim sem Kristján Einar gaf Hafdísi við mikla viðhöfn í Nauthólsvík á dögunum. Kristján Einar fékk félaga sinn til þess að taka myndskeið af því þegar hann svipti hulunni af gjöfinni og myndskeiðið hefur vakið gríðarlega athygli. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís, greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Var bara að grínast Þar sem gjöfin vakti gríðarlega athygli ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Kleina og spyrja hvort bíllinn væri sá sami og nú er auglýstur til sölu fyrir 6,29 milljónir króna á Facebook. Kleini baðst undan viðtali og bað um fyrirspurn í tölvupósti. Bíllinn hennar Hafdísar er falur fyrir 6,29 milljónir króna.Facebook/Braskari Jói Í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis segir Kleini rétt að bíllinn sé til sölu. „Ég spurði Hafdísi hvað hún vildi í jólagjöf og sendi hún mér mynd af þessum bíl svo ég keypti hann og kom henni á óvart. Hún var í miklu sjokki og þorði ekki að segja mér að þetta væri ekkert bíllinn sem hana langaði í enda sendi hún þetta í einhverju djóki,“ segir hann. Hann muni því rúnta um á bílnum þar til hann selst og hann finnur draumabíl Hafdísar. Huldumaður selur Mözduna líka Porsche-inn er auglýstur til sölu á Facebook af seljanda sem kallar sig Braskara Jóa. Kleini segist ekki vera huldumaðurinn Braskari Jói en að hann þekki þó til mannsins sem heldur úti aðganginum. Hann hafi af og til fengið að lauma inn auglýsingum á aðganginn. Meðal þess sem Braskari Jói reynir að braska með þessa dagana er Mazda CX 9, sem falur er fyrir aðeins 950 þúsund krónur. Kleini staðfesti grun blaðamanns um að það væri Mazdan sem þau Hafdís og Kleini minnast á í myndskeiðinu umtalaða. „Það er umtalaða Mazdan hennar sem ég fékk leyfi að losa okkur við enda passar hún ekki við flotann á heimilinu.“ Gjaldþrota síðan í mars Fram kom í dómi Landsréttar síðastliðinn föstudag að Hafdís hefði verið úrskurðuð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Með dómi Landsréttar var hún dæmd til að greiða tíu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna kaupa á líkamsræktarstöð. Fjölmargir lesendur Vísis vöktu athygli á því að það væri ekki skynsamlegt að gefa gjaldþrota einstaklingi margra milljóna króna bíl. Þau áform virðast nú úr sögunni, nema draumabíllinn sem Kleini leitar að kosti hann líka margar milljónir.
Bílar Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20 „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30 Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12. desember 2023 13:20
„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21. apríl 2023 15:30
Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47
Hafdís Björg þarf að greiða tíu milljónir Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari sem fékk Porsche í jólagjöf frá unnusta sínum á dögunum þarf að greiða tíu milljónir króna vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. 15. desember 2023 14:11