Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ Ása Ninna Pétursdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 31. mars 2023 13:47 Kleini og Hafdís Björg segjast ekki vera komin í samband, líkt og mbl.is greindi frá í gær. Instagram/Samsett „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem yfirleitt er kallaður Kleini, hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu tvö ár bæði vegna sambands síns við söngkonuna Svölu Björgvins og vegna lögbrota. Hann sat meðal annars inni í fangelsi á Spáni í átta mánuði. Hafdís Björg Kristjánsdóttir er einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Fóru á rúntinn og á Nammibarinn síðustu helgi Kleini er þessa dagana í meðferð í Krýsuvík og segir Hafdís það einnig gefa auga leið að verulega ótímabært sé að segja eitthvað til um hvernig kynni þeirra muni þróast, sérstaklega þar sem Kleini verði í meðferð næstu þrjá mánuðina. Hafdís segist hafa fengið skilaboð á Facebook frá blaðamanni Smartlands á mbl.is í gærkvöldi þar sem blaðamaður segist hafa frétt það að hún væri komin með kærasta. Ég bara svona, haha! Í alvöru? Mér datt ekki í hug að þessi manneskja hefði einhverja hugmynd um mín mál, sérstaklega þar sem við höfum ekki einu sinni ennþá farið á formlegt deit. Hafdís segir að þau hafi þó farið í bíltúr síðustu helgi og á Nammibarinn í Hagkaup, það sé allt og sumt. Sendu sameiginlega yfirlýsingu á mbl.is Hafdís segist hafa staðfest það við blaðamanninn að hún sé að hitta einhvern en að það sé engan veginn tímabært að greina frá því þar sem aðeins nokkrir dagar eru síðan þau byrjuðu að stinga saman nefjum. „Þá sendir hún strax til baka nafnið Kleini og ég screenshoota og sendi á Kleina og spurði hvað við ættum að gera. Ég skil ekki hvernig svona fréttist svo hratt, ég er ekki einu sinni búin að tala við börnin mín.“ Hafdís og Kleini ákváðu því að skrifa yfirlýsingu saman til blaðamannsins til að koma því skýrt á framfæri að þau væru ekki formlega par og vilji því halda þessu fyrir sig meðan þau átti sig á því hvað þau vilji sjálf. Vildi ekki blanda börnum sínum í málin Fréttin birtist í gærkvöldi á mbl.is og segir Hafdís ástandið í kringum sig síðan hafa verið hreina geðveiki. Sérstaklega vegna drengja sinna sem heyrðu fyrst af þessu í fjölmiðlum. Strákarnir mínir elstu þrír lenda svakalega mikið í þessu. Ég hefði ekki viljað vera að draga strákana mína í mín sambönd fyrr en ég veit að þetta er eitthvað sem mig langar að vera í, en nú er búið að henda öllum inn í þetta. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Uppfært klukkan 15:26 Marta María Winkel Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands á Mbl.is, hafnar því að hafa farið með rangt mál í frétt Smartlands um Kristján Einar og Hafdísi. Hafdís hafi staðfest að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent henni myndir af þeim til að nota með frétt. Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem yfirleitt er kallaður Kleini, hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu tvö ár bæði vegna sambands síns við söngkonuna Svölu Björgvins og vegna lögbrota. Hann sat meðal annars inni í fangelsi á Spáni í átta mánuði. Hafdís Björg Kristjánsdóttir er einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Fóru á rúntinn og á Nammibarinn síðustu helgi Kleini er þessa dagana í meðferð í Krýsuvík og segir Hafdís það einnig gefa auga leið að verulega ótímabært sé að segja eitthvað til um hvernig kynni þeirra muni þróast, sérstaklega þar sem Kleini verði í meðferð næstu þrjá mánuðina. Hafdís segist hafa fengið skilaboð á Facebook frá blaðamanni Smartlands á mbl.is í gærkvöldi þar sem blaðamaður segist hafa frétt það að hún væri komin með kærasta. Ég bara svona, haha! Í alvöru? Mér datt ekki í hug að þessi manneskja hefði einhverja hugmynd um mín mál, sérstaklega þar sem við höfum ekki einu sinni ennþá farið á formlegt deit. Hafdís segir að þau hafi þó farið í bíltúr síðustu helgi og á Nammibarinn í Hagkaup, það sé allt og sumt. Sendu sameiginlega yfirlýsingu á mbl.is Hafdís segist hafa staðfest það við blaðamanninn að hún sé að hitta einhvern en að það sé engan veginn tímabært að greina frá því þar sem aðeins nokkrir dagar eru síðan þau byrjuðu að stinga saman nefjum. „Þá sendir hún strax til baka nafnið Kleini og ég screenshoota og sendi á Kleina og spurði hvað við ættum að gera. Ég skil ekki hvernig svona fréttist svo hratt, ég er ekki einu sinni búin að tala við börnin mín.“ Hafdís og Kleini ákváðu því að skrifa yfirlýsingu saman til blaðamannsins til að koma því skýrt á framfæri að þau væru ekki formlega par og vilji því halda þessu fyrir sig meðan þau átti sig á því hvað þau vilji sjálf. Vildi ekki blanda börnum sínum í málin Fréttin birtist í gærkvöldi á mbl.is og segir Hafdís ástandið í kringum sig síðan hafa verið hreina geðveiki. Sérstaklega vegna drengja sinna sem heyrðu fyrst af þessu í fjölmiðlum. Strákarnir mínir elstu þrír lenda svakalega mikið í þessu. Ég hefði ekki viljað vera að draga strákana mína í mín sambönd fyrr en ég veit að þetta er eitthvað sem mig langar að vera í, en nú er búið að henda öllum inn í þetta. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Uppfært klukkan 15:26 Marta María Winkel Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands á Mbl.is, hafnar því að hafa farið með rangt mál í frétt Smartlands um Kristján Einar og Hafdísi. Hafdís hafi staðfest að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent henni myndir af þeim til að nota með frétt.
Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37