Óvíst með fund um helgina og næsta verkfall yfirvofandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2023 19:04 Sigríður Margét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara og Arnar Hjálmsson formaður flugumferðarstjóra. Vísir Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna. Hún verði í sambandi við samninganefndir um helgina en ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Verði af næstu vinnustöðvunum flugumferðarstjóra mun það hafa áhrif á næstum hundrað flugferðir. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara ákvað að fresta fundi í kjaradeilu Flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Hún hefur ekki boðað til nýs fundar. Aðspurð um hvort það megi búast við að hún boði til fundar um helgina svara hún. „Ég þori ekki alveg að segja til um það að svo stöddu en ég mun vera í sambandi við nefndirnar á næstu dögum og taka ákvörðun í samráði við þau.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum í gær að flugumferðarstjórum hefði verið boðið sömu hækkanir og þegar hafi verið samið um við aðrar stéttir. Arnar Hjálmsson formaður flugumferðastjóra sagði þeir horfi til atvinnuflugmanna í sinni kröfugerð. Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir Félagsdómi að næsta verkfall flugumferðarstjóra sem boðað er til aðfaranótt mánudags, væri dæmt ólögmætt því ekki hefði verið boðað til þess með lögmætum fyrirvara. Félagsdómur úrskurðaði í dag að það hefði verið gert. Einn af fjórum dómurum skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfur SA. Áhrif á næstum hundrað flugferðir Verði af næstu vinnustöðvun sem boðað er, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun, mun það hafa áhrif á fimmtíu flugferðir á Keflavíkurflugvelli, 18 komuflug og 31 brottfararflug. Flugumferðarstjórar hafa einnig boðað til verkfalls aðfaranótt fimmtudags á sama tíma. Verði að því mun það hafa áhrif á alls 47 flugferðir, 17 komuflug og 47 brottfararflug. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara ákvað að fresta fundi í kjaradeilu Flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Hún hefur ekki boðað til nýs fundar. Aðspurð um hvort það megi búast við að hún boði til fundar um helgina svara hún. „Ég þori ekki alveg að segja til um það að svo stöddu en ég mun vera í sambandi við nefndirnar á næstu dögum og taka ákvörðun í samráði við þau.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum í gær að flugumferðarstjórum hefði verið boðið sömu hækkanir og þegar hafi verið samið um við aðrar stéttir. Arnar Hjálmsson formaður flugumferðastjóra sagði þeir horfi til atvinnuflugmanna í sinni kröfugerð. Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir Félagsdómi að næsta verkfall flugumferðarstjóra sem boðað er til aðfaranótt mánudags, væri dæmt ólögmætt því ekki hefði verið boðað til þess með lögmætum fyrirvara. Félagsdómur úrskurðaði í dag að það hefði verið gert. Einn af fjórum dómurum skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfur SA. Áhrif á næstum hundrað flugferðir Verði af næstu vinnustöðvun sem boðað er, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun, mun það hafa áhrif á fimmtíu flugferðir á Keflavíkurflugvelli, 18 komuflug og 31 brottfararflug. Flugumferðarstjórar hafa einnig boðað til verkfalls aðfaranótt fimmtudags á sama tíma. Verði að því mun það hafa áhrif á alls 47 flugferðir, 17 komuflug og 47 brottfararflug.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira