Innlent

Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Katrín sagði Bjarna hafa verið hinn rólegasti á meðan hún hellti glimmeri yfir hann í þrígang.
Katrín sagði Bjarna hafa verið hinn rólegasti á meðan hún hellti glimmeri yfir hann í þrígang. Vísir

Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist.

Morgunblaðið greinir frá því að ríkisslögreglustjóri hafi sent rannsókn og meðferð á atviki þar sem mótmælandi, hliðhollur Palestínu, kastaði glimmeri yfir Bjarna á hátíðar­fundi í Ver­öld, húsi Vig­dís­ar, til héraðssaksóknara. Til stóð að fundurinn yrði haldinn í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar en honum var aflýst í kjölfar atviksins.

Vitnað er í Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, sem segir málið varða 106. og 122. grein hegn­ing­ar­laga. Þau lög snúa að brot­um gegn vald­stjórn­inni eða að brot­um á al­mannafriði og alls­herj­ar­reglu sem geta varðað tveggja til sex ára fangelsisvist.

Sagði um jólakveðju að ræða

Mótmælandinn sem um ræðir heitir Katrín Harðardóttir. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði hún að um jólakveðju hefði verið að ræða.  Hún hafi helt úr þremur glimmerstaukum yfir Bjarna sem verið hinn rólegasti á meðan en beðið hana að hætta þegar komið var að þeim þriðja.

„Manni ofbýður aðgerðarleysi stjórnvalda og það er það eina sem drífur mann í svona beina aðgerð. Ég er rosa fegin að hafa getað óskað honum gleðilegra jóla,“ sagði Katrín.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Karl Steinar sagði í kjölfar atviksins að það væri eitthvað sem ekki væri hægt að sætta sig við, og að það hefði áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað.


Tengdar fréttir

Þurfti að ræða mótmælin við dóttur sína

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×