Dómari lék eftir lýsingar Steinþórs sem læknir sagði ómögulegar Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 13:59 Steinþór Einarsson sagði fyrir dómi í gær frá átökum sínum við Tómas sem dómari endurlék með látbragði í aðalmeðferð málsins í dag. Vísir Læknir sem rannsakaði stungusár á Tómasi Waagfjörð og Steinþóri Einarssyni í kjölfar andláts þess fyrrnefnda var spurður út í lýsingar Steinþórs á átökum hans og Tómasar af dómara í málinu. Steinþór er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi að bana í október í fyrra í íbúð á Ólafsfirði. Aðalmeðferð málsins hófst í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var framhaldið í dag. Dómari í málinu lék eftir lýsingar Steinþórs á atburðarásinni með látbragði í dómsal í dag. Fyrrnefndur læknir sagði „eiginlega hægt að útiloka“ þá lýsingu eins og læknirinn skyldi hana. Læknirinn sem um ræðir er annar tveggja sem hafa gefið skýrslu vegna málsins í héraði í dag. „Það er í raun ekki hægt,“ sagði læknirinn. Hins vegar sagðist hann ekki geta útiloka að Tómas hefði sjálfur haldið á hnífnum, og hendi hans ýtt í síðuna á sjálfum sér og þar með valdið áverkunum. Það hefði þó þurft að gerast tvisvar. Ólíklegt væri því að um sjálfskaða væri að ræða. Læknirinn sagði stungusár á Tómasi benda til þess að þau hefðu átt sér stað vegna markviss vilja. „Það væri gríðarlega óvanalegt ef svona myndi gerast óvart,“ sagði hann. Í ljósi lýsinga á þá leið að Tómas og Steinþór hefðu tekist á um hnífinn væri þó ekki hægt að útiloka það. „Það væri alveg einstakt ef þetta væri óvart,“ bætti hann við. Þá útskýrði læknirinn að áverkar á Steinþóri, þá sérstaklega í hendi hans, væru dæmigerðir fyrir varnaráverka. Hann sagði áverka í andliti og læri Steinþórs ekki benda til þess að þeir hefðu getað sett hann í lífshættu. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26 Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Aðalmeðferð málsins hófst í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var framhaldið í dag. Dómari í málinu lék eftir lýsingar Steinþórs á atburðarásinni með látbragði í dómsal í dag. Fyrrnefndur læknir sagði „eiginlega hægt að útiloka“ þá lýsingu eins og læknirinn skyldi hana. Læknirinn sem um ræðir er annar tveggja sem hafa gefið skýrslu vegna málsins í héraði í dag. „Það er í raun ekki hægt,“ sagði læknirinn. Hins vegar sagðist hann ekki geta útiloka að Tómas hefði sjálfur haldið á hnífnum, og hendi hans ýtt í síðuna á sjálfum sér og þar með valdið áverkunum. Það hefði þó þurft að gerast tvisvar. Ólíklegt væri því að um sjálfskaða væri að ræða. Læknirinn sagði stungusár á Tómasi benda til þess að þau hefðu átt sér stað vegna markviss vilja. „Það væri gríðarlega óvanalegt ef svona myndi gerast óvart,“ sagði hann. Í ljósi lýsinga á þá leið að Tómas og Steinþór hefðu tekist á um hnífinn væri þó ekki hægt að útiloka það. „Það væri alveg einstakt ef þetta væri óvart,“ bætti hann við. Þá útskýrði læknirinn að áverkar á Steinþóri, þá sérstaklega í hendi hans, væru dæmigerðir fyrir varnaráverka. Hann sagði áverka í andliti og læri Steinþórs ekki benda til þess að þeir hefðu getað sett hann í lífshættu.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26 Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01