Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 11:10 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira