Innlent

Vilja að Ísrael verði vikið úr Euro­vision

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Alda Ægisdóttir myndi vilja sjá að Ísrael yrði meinuð keppni í Eurovision.
Alda Ægisdóttir myndi vilja sjá að Ísrael yrði meinuð keppni í Eurovision. Vísir/Arnar

Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 

„Miðað við það að Rússar fengu ekki að taka þátt þá nei,“ segir Garðar Freyr Bjarkason og bætir við að Ísraelsmenn séu að gera hræðilega hluti. Undir það tekur Sigríður Jóhannsdóttir: „vegna þess hvernig þeir hafa komið fram við Palestínu á Gasa.“

Gunnlaugur Birgir Gunnlaugsson er ekki sömu skoðunar og segir tónlist ekki hafa neitt með pólitík að gera. Alda Ægisdóttir segir að sömu reglur eigi að gilda um Ísrael og Rússland. 

Heyra má svör almennings í spilaranum hér að ofan en flestir voru sammála um að fengi Ísrael að taka þátt ættu Íslendingar að sniðganga keppnina á næsta ári. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×