Hafrún Rakel í Bröndby: „Passa mjög vel inn í leikstíl liðsins“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 13:19 Hafrún Rakel Halldórsdóttir er orðin leikmaður Bröndby. VÍSIR/VILHELM Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Bröndby. Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel. Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel.
Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira