Hafrún Rakel í Bröndby: „Passa mjög vel inn í leikstíl liðsins“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 13:19 Hafrún Rakel Halldórsdóttir er orðin leikmaður Bröndby. VÍSIR/VILHELM Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Bröndby. Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel. Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel.
Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira