Eiður Smári og Inga Lind í banastuði á aðventunni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2023 10:35 Það var stuð víða um helgina. Eiður Smári fékk vænt adrenalínkikk, Inga Lind söng í karókí í London og Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að mála. Já það gekk á með ýmsu um liðna helgi sem kennd er við annan í aðventu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði margan fótboltaleikinn undir pressu á árum áður. Um helgina skellti hann sér upp á Hellisheiði með grallaranum Sverri Þór Sverrissyni, æskuvininum Sveppa úr ÍR, en tilefnið var Zip-line af Kömbunum og niður. Eiður Smári kallar ekki allt ömmu sína en upplýsti þó að hjartslátturinn væri orðinn verulega ár þegar hann var tilbúinn í salíbununa. Ekki varð honum meint af og var skömmu síðar kominn í buggy-bíl með Sveppa sem elskar að keyra, svo mikið að hann heldur úti bílahlaðvarpi með Pétri Jóhanni. Gylfi Þór Sigurðsson er á landinu og reif ekki bara fram pensilinn heldur skellti sér í málningargallann. Þórir Rafn Hólmgeirsson vinur hans og vanur málari fylgdist þó með að allt færi vel fram. Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona skildi hundinn eftir heima á Íslandi, væntanlega í góðum höndum, og skellti sér til London með félögum sínum hjá framleiðslufyrirtækinu Skot productions. Hópurinn skellti sér á Michelin-veitingastaðinn Brat og svo tók Inga Lind lagið í karókí með vinum sínum. Inga Lind, sem spilar bæði golf og tennis, er ýmislegt til lista lagt og má telja líklegt að hún hafi massað sönginn eins og annað. Fleiri voru á ferð og flugi. Þar á meðal íþróttaálfurinn Magnús Scheving og hans heittelskaða Hrefna Sverrisdóttir veitingakona. Þau hittu Sunnevu Sverrisdóttur, systur Hrefnu, fyrir í Kaupmannahöfn og skelltu sér í Tívólí í jólabúning. Sunneva sló í gegn í þáttunum Tveir + sex á Popp Tíví fyrir áratug þar sem hún kynnti sér ýmislegt öðruvísi í kynlífi. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, var með í för - ekki við gerð kynlífsþáttanna fyrir áratug heldur í jólagleðinni í Tívolí um helgina. Eiður Smári gerði fleira í liðinni viku en að svífa í háloftunum og keyra Buggy bíl. Kappinn skellti sér í fjallgöngu á Esjunni í vikunni og lét kuldabola ekki trufla sig. Þá sást til hans í góðum gír á Snaps með söngdívunni Bryndísi Jakobs. Já, það er hægt að „hygge sig“ á fleiri stöðum en í Danmörku. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að góðri aðventustund. Jólatónleikarnir eru á fullu og sem betur fer komast flestir heim án þess að ælt sé yfir þá. Það var tilfellið hjá óheppnasta jólatónleikagesti helgarinnar eins og Vísir fjallaði um á laugardag. Katrín Jakobsdóttir var á meðal gesta á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Á Akureyri héldu Friðrik Ómar og félagar sex jólatónleika í Hofi um helgina. Svo mikill galsi var komið í Friðrik, Selmu Björns, Jógvan og félaga að þau byrjuðu að telja niður í sýningu í kallkerfi hússins á hinum ýmsu tungumálum. Vinur Friðriks Ómars, útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars, gerði sér glaðan sunnudag og skellti sér í miðbæinn. Kaffibrennslan var staðurinn, gleðin var mikil en óvíst hvað var í glasinu hans Sigga sem var á spjalli með góðum vinum. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar og fastagestur á öldurhúsinu Kalda, sást úti að borða á veitingastaðnum Sumac á Laugaveginum í liðinni viku. Austurlensk matargerð er greinilega vinsæl hjá Jóni Gunnari sem skálaði með góðri vinkonu á aðventunni. En það var örugglega eitthvað sem við misstum af. Ertu með skemmtilega ábendingu? Sendu okkur línu á lifid@visir.is. Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði margan fótboltaleikinn undir pressu á árum áður. Um helgina skellti hann sér upp á Hellisheiði með grallaranum Sverri Þór Sverrissyni, æskuvininum Sveppa úr ÍR, en tilefnið var Zip-line af Kömbunum og niður. Eiður Smári kallar ekki allt ömmu sína en upplýsti þó að hjartslátturinn væri orðinn verulega ár þegar hann var tilbúinn í salíbununa. Ekki varð honum meint af og var skömmu síðar kominn í buggy-bíl með Sveppa sem elskar að keyra, svo mikið að hann heldur úti bílahlaðvarpi með Pétri Jóhanni. Gylfi Þór Sigurðsson er á landinu og reif ekki bara fram pensilinn heldur skellti sér í málningargallann. Þórir Rafn Hólmgeirsson vinur hans og vanur málari fylgdist þó með að allt færi vel fram. Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona skildi hundinn eftir heima á Íslandi, væntanlega í góðum höndum, og skellti sér til London með félögum sínum hjá framleiðslufyrirtækinu Skot productions. Hópurinn skellti sér á Michelin-veitingastaðinn Brat og svo tók Inga Lind lagið í karókí með vinum sínum. Inga Lind, sem spilar bæði golf og tennis, er ýmislegt til lista lagt og má telja líklegt að hún hafi massað sönginn eins og annað. Fleiri voru á ferð og flugi. Þar á meðal íþróttaálfurinn Magnús Scheving og hans heittelskaða Hrefna Sverrisdóttir veitingakona. Þau hittu Sunnevu Sverrisdóttur, systur Hrefnu, fyrir í Kaupmannahöfn og skelltu sér í Tívólí í jólabúning. Sunneva sló í gegn í þáttunum Tveir + sex á Popp Tíví fyrir áratug þar sem hún kynnti sér ýmislegt öðruvísi í kynlífi. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, var með í för - ekki við gerð kynlífsþáttanna fyrir áratug heldur í jólagleðinni í Tívolí um helgina. Eiður Smári gerði fleira í liðinni viku en að svífa í háloftunum og keyra Buggy bíl. Kappinn skellti sér í fjallgöngu á Esjunni í vikunni og lét kuldabola ekki trufla sig. Þá sást til hans í góðum gír á Snaps með söngdívunni Bryndísi Jakobs. Já, það er hægt að „hygge sig“ á fleiri stöðum en í Danmörku. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að góðri aðventustund. Jólatónleikarnir eru á fullu og sem betur fer komast flestir heim án þess að ælt sé yfir þá. Það var tilfellið hjá óheppnasta jólatónleikagesti helgarinnar eins og Vísir fjallaði um á laugardag. Katrín Jakobsdóttir var á meðal gesta á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Á Akureyri héldu Friðrik Ómar og félagar sex jólatónleika í Hofi um helgina. Svo mikill galsi var komið í Friðrik, Selmu Björns, Jógvan og félaga að þau byrjuðu að telja niður í sýningu í kallkerfi hússins á hinum ýmsu tungumálum. Vinur Friðriks Ómars, útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars, gerði sér glaðan sunnudag og skellti sér í miðbæinn. Kaffibrennslan var staðurinn, gleðin var mikil en óvíst hvað var í glasinu hans Sigga sem var á spjalli með góðum vinum. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar og fastagestur á öldurhúsinu Kalda, sást úti að borða á veitingastaðnum Sumac á Laugaveginum í liðinni viku. Austurlensk matargerð er greinilega vinsæl hjá Jóni Gunnari sem skálaði með góðri vinkonu á aðventunni. En það var örugglega eitthvað sem við misstum af. Ertu með skemmtilega ábendingu? Sendu okkur línu á lifid@visir.is.
Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira