Innlent

Of­beldi og ölvun í dag­bók lög­reglu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þónokkrir hafa líklega verið færðir í fangaklefa lögreglunnar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Þónokkrir hafa líklega verið færðir í fangaklefa lögreglunnar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar.

Af þeim tíu sem gistu í fangaklefum lögreglunnar voru sex handteknir vegna líkamsárásar. Tveir þeirra einnig vegna eignaspjalla og annar fyrir að tálma störf lögreglu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglunnar og hinn fyrir vörslu vímuefna.

Ekið á tré og gengið í vitlaust hús

Þónokkur mál komu upp þar sem er grunur á að ökumenn hafi ekið undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þá var einnig nokkur fjöldi mála þar sem lögregla aðstoðaði fólk í annarlegu ástandi, bæði í miðbænum og öðrum borgarhlutum. Einhverjir þeirra voru vistaðir í fangaklefa á meðan aðrir voru aðstoðaðir heim til sín.

Einn hafði sem dæmi ráfað inn í hús sem hann átti ekki heima í miðbænum en var svo hjálpað heim. Í Hafnarfirði var ofurölvi manni komið til aðstoðar sem lá úti á götu. Honum var ekið heim. Sá þriðji ók bíl sínum inn í garð og á tré og var vistaður í fangaklefa á meðan bíllinn var dreginn á brott með kranabíl.

Þá er einnig í dagbók lögreglunnar greint frá eldi í íbúð í hverfi 104.


Tengdar fréttir

Stöðvuðu ökumann sem reyndist vera eftirlýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess.

Særður eftir stunguárás í miðbænum

Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×