Innlent

Mygla í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Víðir Reynisson segir að mygla hafi komið upp í samhæfingarstöð almannavarna.
Víðir Reynisson segir að mygla hafi komið upp í samhæfingarstöð almannavarna. Vísir/Arnar

Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum.

„Það er leki í einu horni í stöðinni hjá okkur og það var tekið sýni úr því og mygla í því þannig við erum búnir að loka hluta af stöðinni fyrir starfsemi en við getum haldið úti öruggri starfsemi samt sem áður og stöðin virkar. Það er bara eitt rými sem við lokuðum,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, aðspurður út í myglu í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð.

Var fólk byrjað að veikjast?

„Það hefur verið dálítið um það hjá okkur núna í þessari törn að fólk hefur verið að finna fyrir einkennum og þarna gæti skýringin verið komin,“ sagði Víðir.

Hvaða þýðingu hefur þetta til langs tíma? Þurfið þið jafnvel að færa starfsemina?

„Það kæmi alveg til greina. Það þarf að fara í umfangsmiklar viðgerðir til þess að laga þetta og það gæti þýtt það að við myndum færa starfsemina eitthvað á meðan. Við höfum gert það áður, við gerðum það í Covid-inu að fara með stöðina annað. Þannig við þekkjum hvað þarf til þess og það gæti vel verið að við gerum það,“ sagði hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×