Innlent

Með 157 kannabisplöntur í í­búð í Reykja­vík

Jón Þór Stefánsson skrifar
Efnin fundust í íbúð í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Efnin fundust í íbúð í Reykjavík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hlaut í átta mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni fyrir fíkniefnabrot.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa 157 kannabisplöntu í vörslum sínum í íbúð í Reykjavík. Honum var gefið að sök að rækta plönturnar og hafa rúmlega fjögur hundruð grömm af maríhúana og tæplega 1,4 kíló af kannabislaufum sem lögreglumenn fundu við leit í íbúð hans í október á þessu ári.

Maðurinn játaði skýlaust sök og þótti dómnum ekki ástæða til að draga játningu hans til efa og taldi því brot hans sönnuð.

Í dómi málsins kemur fram að árið 2015 hafi maðurinn verið dæmtur til að greiða sekt vegna brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni.

Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða skilorðsbundin dóm og greiða tæplega 400 þúsund krónur til verjanda síns og aðra álíka upphæð í annan sakarkostnað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×