„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 09:03 Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“ Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“
Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira