Innlent

Aftur skóla­skylda fyrir grindvísk börn

Samúel Karl Ólason skrifar
Börn frá Grindavík sækja nú 65 skóla í 28 sveitarfélögum.
Börn frá Grindavík sækja nú 65 skóla í 28 sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm

Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins.

Í tilkynningu sem send var á foreldra barna í Grunnskóla Grindavíkur í dag segir að áfram verði starfræktur safnskóli á höfuðborgarsvæðinu sem muni starfa með sama sniði þar til hægt verði að flytja starfsemina aftur til Grindvavíkur.

Þá eiga börnin einnig að geta áfram sótt skóla þar sem þau eru búsett í dag.

Skólasókn grunnskólabarna frá Grindavík er enn um 95 prósent, þó börnin séu á víð og dreif um landið.

Þó börnin sæki samtals 65 skóla í 28 sveitarfélögum um allt land, sækir ríflega helmingur barnanna safnskóla Grunnskóla Grindavíkur en hann er starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík.

Boðið er upp á skólarútur fyrir börnin frá Suðurlandi, Suðurnesjum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur svo þau geti sótt safnskólana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×